Persónuverndarstefna Framsóknarflokksins
1. Tilgangur og lagaskylda
Framsóknarflokknum er umhugað um réttindi einstaklinga er varða persónuupplýsingar og meðhöndlun þeirra. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að allar persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar með lögmætum og sanngjörnum hætti.
Persónuverndarstefna Framsóknarflokksins er sett í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðhöndlun persónuupplýsinga, og reglugerð ESB nr. 2016/679 (GDPR) um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og slíkra upplýsinga.
Í persónuverndarstefnu Framsóknarflokksins kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær eru meðhöndlaðar. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að hafa persónuverndarstefnu sína gagnorða, skýra og í einföldu máli.
Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings.
2. Ábyrgð
Framsóknarflokkurinn, Hverfisgötu 33, 101 Reykjavík, kt. 560169-7449, er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem veittar eru flokknum og flokkurinn hefur aflað sér.
Framsóknarflokkurinn er stjórnmálaflokkur, þ.e. frjáls félagasamtök, sem stofnaður var um tiltekin stefnumál, hugmyndafræði og skoðanir, en ein forsendum lýðræðis er að frjáls starfsemi um stjórnmálaskoðanir fái að þrífast. Af þeirri ástæðu njóta stjórnmálaflokkar stjórnskipulegrar verndar sem sérstaklega mikilvægar félagagerðir í lýðræðisríki. Það er nauðsynlegt fyrir stjórnmálasamtök að halda utan um persónuupplýsingar, m.a. í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til flokksfélaga og eftir atvikum annarra.
Framsóknarflokkurinn hefur á að skipa persónuverndarfulltrúa sem hægt er að hafa samband við með því að senda tölvupóst á personuvernd@framsokn.is eða bréflega á framangreint heimilisfang.
Persónuverndarstefnan er kynnt öllum starfsmönnum sem jafnframt undirrita trúnaðaryfirlýsingu.
3. Upplýsingar
Megintilgangurinn með öflun og vinnslu persónuupplýsinga er að Framsóknarflokkurinn geti efnt skyldur sínar og rækt hlutverk sitt gagnvart flokksmönnum, starfsmönnum og þeim sem hann á í viðskiptasambandi við. Persónuupplýsingar í vörslu Framsóknarflokksins eru ekki nýttar í öðrum tilgangi en þeim sem þeirra var aflað til.
Framsóknarflokkurinn aflar og vinnur með persónuupplýsingar um flokksmenn, starfsmenn og þá sem flokkurinn á í viðskiptasambandi við. Flokkurinn safnar einungis þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að flokkurinn geti sinnt skyldum sínum gagnvart framangreindum aðilum.
Að meginstefnu til aflar Framsóknarflokkurinn persónuupplýsinga beint frá flokksmönnum, starfsmönnum eða þeim sem hann á í viðskiptasambandi við. Upplýsingar kunna þó jafnframt að koma frá þriðju aðilum, t.d. stjórnvöldum og fyrirtækjum.
Framsóknarflokknum er annt um að koma stefnumálum og starfsemi sinni á framfæri. Slík miðlun upplýsinga byggir á því að geta átt í samskiptum við fólk. Sú öflun persónuupplýsinga sem snýr að félagsmönnum tekur einkum mið af því að flokkurinn geti sinnt því hlutverki sínu að koma upplýsingum áleiðis og auðvelda flokksmönnum þátttöku í starfi flokksins.
Til að tryggja áreiðanleika þeirra upplýsinga sem flokkurinn varðveitir eru þær uppfærðar eftir þörfum, t.d. með því að samkeyra upplýsingar við þjóðskrá.
Ólíkra upplýsinga kann að vera aflað eftir því hvers eðlis samband viðkomandi er við flokkinn. Hér að neðan má nálgast yfirlit yfir það hvaða upplýsingar flokkurinn kann að afla og í hvaða tilgangi þær kunna að vera varðveittar.
Það á við um þá kafla sem hér fara á eftir að upplýsingum um nöfn, kennitölu, heimilisföng, netföng og símanúmer er ekki deilt með þriðja aðila.
3.1. NAFN
Upplýsingarnar eru notaðar til að halda utan um nöfn þeirra sem aðild eiga að flokknum og einstökum félögum hans. Einnig til að halda utan um þá sem eru í styrktarmannakerfi, greiða félagsgjöld sem og þá sem gegna trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.
3.2. KENNITALA
Upplýsingarnar eru einkum nýttar til þess að aðgreina þá sem bera sömu nöfn hvern frá öðrum. Kennitölur eru jafnframt notaðar til að afla upplýsinga um aldur og kyn flokksfélaga. Auk þess eru þær notaðar til að sækja mánaðarlega uppfærslu í þjóðskrá um lögheimili og aðrar upplýsingar sem þjóðskrá geymir
3.3. HEIMILISFANG OG PÓSTNÚMER
Upplýsingar um heimilisfang og póstnúmer eru nýttar til þess að skrá flokksfélaga í rétt flokksfélög innan flokksins, þ.e. þau flokksfélög og sambönd sem starfrækt eru í því sveitarfélagi/póstnúmeri þar sem viðkomandi býr. Þá eru upplýsingar um heimilisfang og póstnúmer jafnframt notaðar til að koma áleiðis upplýsingum í pósti varðandi flokksstarfið.
3.4 NETFANG
Netföng eru notuð í þeim tilgangi að senda upplýsingar til flokksfélaga, sem geta verið af hvaða tagi sem er og varðað t.d. viðburði, fundi, skilaboð, fjáröflun, stefnumál auk ýmissa hluta í tengslum við kosningar o.fl. Haldið er utan um netföng þeirra sem veitt hafa fyrir því heimild.
3.5. SÍMANÚMER
Símanúmer eru notuð í þeim tilgangi að miðla upplýsingum til flokksfélaga, sem geta verið af hvaða tagi sem er og varðað t.d. viðburði, fundi, skilaboð, fjáröflun, stefnumál auk ýmissa hluta í tengslum við kosningar o.fl. Haldið er utan um símanúmer þeirra sem veitt hafa fyrir því heimild.
3.6. MEÐHÖNDLUN FLOKKSSKRÁR
Framsóknarflokkurinn heldur úti miðlægri flokksskrá þar sem varðveittar eru upplýsingar um alla flokksmenn, í hvaða félagi hver og einn flokksmaður starfar, réttindi og trúnaðarstörf viðkomandi fyrir flokkinn. Aðgang að flokksskránni í heild hafa einungis þeir starfsmenn Framsóknarflokksins sem vegna starfa sinna þurfa þess og er henni ekki deilt með þriðja aðila.
Í miðlægri flokksskrá er haldið utan um upplýsingar um félagatal hvers aðildarfélags. Aðgang að slíku félagatali hafa einungis formenn þeirra og stjórnir í lögmætum tilgangi til þess að geta rækt skyldur við félagsmenn, m.a. vegna aðal- og félagsfunda auk við aðferð við val á framboðslista. Á það eftir atvikum líka við um flokksmenn í sérstökum trúnaðarstörfum eins og fundarstjóra og starfsmenn félagsfunda auk kjörstjórna og uppstillinganefnda í tengslum við aðferð við val á framboðslista. Stjórnir félaga geta veitt ákveðnum hópi félagsmanna takmarkaðan aðgang að félagatali, til að miðla upplýsingum til annarra félagsmanna, t.a.m. í aðdraganda alþingis- og sveitarstjórnarkosninga. Þegar slík skrá er útbúin koma fram kennitölur, nöfn, heimilisföng, póstnúmer og eftir atvikum símanúmer allra sem aðild eiga að félagi. Félög og sambönd fá ekki afhent netföng úr flokksskrá, en skrifstofa flokksins sendir út skilaboð í tölvupósti á starfssvæði hvers félags og sambands eftir þörfum hverju sinni. Slíkur aðgangur að félagatali er einungis veittur gegn undirritun vinnslusamnings og að meðferð þess samræmist í einu og öllu reglum flokksins og landslögum.
Í tengslum við aðferð við val á framboðslista, röðun og kosningar til trúnaðarstarfa til félaga og sambanda flokksins geta frambjóðendur í þeim fengið aðgang að kjörskrá, þ.e. viðkomandi félagatali, gegn því að undirrita vinnslusamninga um meðferð kjörskrárinnar, að meðferð hennar samræmist í einu og öllu reglum flokksins og landslögum. Við gerð kjörskrár eru netföng viðkomandi aldrei afhent þriðja aðila, en einstaka frambjóðendum gefst í aðferð við val á framboðslista kostur á að biðja skrifstofu flokksins um að senda út tölvupóst í sínu nafni á þá aðila sem eru á kjörskrá.
4. Persónuvernd á vefsíðu
Vefsíða Framsóknarflokksins www.framsokn.is og xb.is er öllum opin.
Á vefsíðu Framsóknarflokksins eru hlekkir þar sem vísað er á vefsíður utan www.framsokn.is. og www.xb.is Þessum síðum hefur Framsóknarflokkurinn ekki stjórn á og er viðkomandi því bent á að kynna sér persónuverndarstefnu ábyrgðaraðila þeirra vefsíðna.
Tegundir persónuupplýsinga, tilgangur vinnslunnar og heimildir fyrir henni
Vafrakökur (Cookies)
Framsóknarflokkurinn notar vafrakökur á vefsíðum sínum, www.framsokn.is og xb.is, til að greina hvaða efni vekur áhuga notenda. Vafrakökur eru lítil textaskjöl eða kóðar sem geyma upplýsingar á tækinu þínu og auðkenna þig við heimsóknir á vefsíðum. Þær eru notaðar til að bæta notendaupplifun og safna greiningargögnum. Notendur geta stjórnað stillingum fyrir vafrakökur í vafranum sínum, en sumar vafrakökur eru nauðsynlegar til að tryggja fulla virkni vefsíðna.
Nauðsynlegar vafrakökur: Þessar vafrakökur tryggja að vefsíðurnar virki rétt og geyma grunnstillingar fyrir vefsvæðið. Þær eru nauðsynlegar fyrir grundvallarvirkni og notendaupplifun á vefsíðunum.
Greiningarvafrakökur: Við notum einnig vafrakökur frá þjónustum eins og Meta Pixel og Google Analytics. Þessar vafrakökur eru ekki nauðsynlegar en safna upplýsingum um notkun vefsíðunnar til að bæta hana enn frekar, fylgjast með hegðun notenda og styðja við markaðssetningu með sérsniðnum auglýsingum.
Vafrakökur vista ekki persónuupplýsingar eins og nöfn, netföng, símanúmer eða kennitölur en safna þeim upplýsingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Notendur geta eytt vafrakökum sem eru vistaðar í tækjum þeirra.
Notkun á spjallmenni (Sigríður)
Framsóknarflokkurinn notar spjallmenni, Sigríði, á vefsíðu sinni (www.xb.is) til að veita aðstoð og svara fyrirspurnum. Spjallmennið birtist sem spjallkúla neðst í hægra horni vefsíðunnar og sem spjallrammi á síðunni www.xb.is. Í tengslum við notkun á spjallmenni kann að vera safnað upplýsingum sem notendur veita til að tryggja að upplifun þeirra sé sem best.
Gögn sem safnað er: Spjallmennið kann að safna upplýsingum sem notendur veita sjálfir í gegnum samskipti, svo sem spurningar og önnur skilaboð. Þessi gögn eru einungis nýtt til að bæta þjónustu og veita svör við fyrirspurnum.
Persónuvernd og öryggi: Gögn sem safnast í gegnum spjallmennið eru varðveitt með öryggisráðstöfunum sem miða að því að tryggja trúnað og persónuvernd notenda. Upplýsingum er ekki deilt með þriðja aðila nema í samræmi við ákvæði laga og í samræmi við persónuverndarstefnu Framsóknarflokksins.
Réttindi notenda: Notendur geta óskað eftir aðgangi að upplýsingum sem varðveittar eru í gegnum spjallmennið eða beðið um að gögn verði eytt með því að hafa samband við persónuverndarfulltrúa flokksins á personuvernd@framsokn.is.
5. Upplýsingaöryggi
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á öryggi og trúnað í meðferð persónuupplýsinga og að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að upplýsingum í vörslu flokksins. Í því sambandi leitast flokkurinn við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlum þeirra. Framsóknarflokkurinn viðhefur t.a.m. aðgangsstýringu að upplýsingakerfum flokksins í þeim tilgangi að tryggja framangreint.
Framsóknarflokkurinn deilir ekki persónuupplýsingum með fyrirtækjum, stofnunum eða einstaklingum nema Framsóknarflokknum sé skylt samkvæmt lögum að afhenda persónuupplýsingar t.a.m. eftirlitsstofnana, löggæsluyfirvalda eða annarra aðila sem hafa heimild samkvæmt lögum til að móttaka slíkar upplýsingar.
Upplýsingar eru eftir atvikum sendar til vinnsluaðila sem vinnur persónuupplýsingar á vegum Framsóknarflokksins eða sinnir tengdum verkefnum fyrir hönd Framsóknarflokksins. Þeir sem veita viðtöku upplýsingum um flokksmenn Framsóknarflokksins eru bundnir þagnarskyldu með sama hætti og gildir um starfsmenn Framsóknarflokksins.
6. Varðveisla upplýsinga
Framsóknarflokkurinn varðveitir persónuupplýsingar í þann tíma sem er nauðsynlegur í samræmi við tilgang og markmið vinnslu hverju sinni.
Persónuupplýsingum flokksmanns er eytt úr félagakerfi Framsóknarflokksins við úrsögn úr flokknum.
Flokksmönnum er frjálst að afskrá eða skrá sig á póstlista Framsóknarflokksins. Hægt er að skrá sig á póstlista á vefsíðu Framsóknarflokksins. Möguleiki til skráningar af póstlista er til staðar neðst í fréttapóstum.
Einnig á viðkomandi rétt á að andmæla vinnslu og fara fram á að gögn hans séu flutt. Til að fá framangreindar upplýsingar ber að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Framsóknarflokksins á personuvernd@framsokn.is.
Enn fremur er hægt að leggja fram kvörtun til Persónuverndar ef eitthvað þykir athugavert við meðferð flokksins á persónuupplýsingum.
Ef upp koma aðstæður þar sem Framsóknarflokkurinn getur ekki orðið við beiðni um upplýsingar mun Framsóknarflokkurinn leitast við að útskýra hvers vegna svo sé
7. Breytingar á persónuverndarstefnu
Framsóknarflokknum er heimilt að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Slíkar breytingar kunna t.d. að vera gerðar til að samræma persónuverndarstefnuna við gildandi lög og reglur er varða persónuvernd hverju sinni eða vegna breytinga á því hvernig flokkurinn vinnur með persónuupplýsingar. Allar breytingar á stefnunni verða birtar á vefsíðu flokksins, www.framsokn.is.
Persónuverndarstefna Framsóknarflokksins var birt 15. júlí 2018.